Spurt og svarað

Fyrirtækið

Hvað er unlabel.is?

Unlabel er lítið fyrirtæki sem selur fallega og notaða heimilismuni.
Hver hlutur hefur sögu og leggjum við megináherslu á það að
gamlir munir öðlist nýtt líf og er hver hlutur handvalinn sérstaklega.
Gengið er úr skugga um að sjáanlegir útlitsgallar séu engir,
eða í algjöru lágmarki.

Hvernig hef ég samband?

Þú getur haft samband við okkur í gegnum í tölvupóstfang store.unlabel@gmail.com eða Facebook messenger.

Greiðslur

Greiðslumátar

Við tökum á móti Debit- og Kreditkortum í gegnum greiðsluþjónustu KORTA. Við bjóðum einnig upp á aðra greiðslumáta eins og Aur, Pei og Netgíró.

Endurgreiðsla

Ef þú vilt fá endurgreitt vegna sendingar vinsamlegast hafðu samband við okkur á store.unlabel@gmail.com. Vinsamlegast hafðu kvittun meðfylgjandi. Athugið að pantanir, sem búið er að senda, eru ekki endurgreiddar nema um gallaða vöru sé að ræða. Unlabel ber ekki ábyrgð á skemmdum sem geta komið við flutning vara.
Tekið er fram að um notaðan, eldri varning er að ræða, og er því aldrei hægt að ganga fyllilega úr skugga um að vara sé án útlitsgalla.

Villa í greiðsluferli

Ef upp kemur villa í greiðsluferli getur hjálpað að skipta um vafra (t.d. úr Safari yfir í Google Chrome).

Hvernig nota ég afsláttarkóða?

Áður en þú greiðir fyrir pöntunina þína er lítið box sem í stendur “Afsláttarkóði” Vinsamlegast stimplaðu inn kóðann þar. Ef kóðinn er réttur/virkur ætti afslátturinn að taka gildi samstundis.

Hvað geri ég ef pöntun fór ekki í gegn?

Farðu fyrst yfir greiðslupplýsingarnar hjá þér. Ef allt er rétt þá máttu endilega hafa samband við okkur á Facebook messenger eða á store.unlabel@gmail.com.
Ef kortið þitt er orðið úrelt eða þú ert komin/n með nýtt, vinsamlegast hafðu samband við okkur á Facebook messenger eða á store.unlabel@gmail.com

Pending payment – Greiðsla í biðstöðu

Hvers vegna fer greiðsla ekki í gegn hjá mér?
Ástæðan fyrir því getur verið sú að þegar kortaupplýsingar eru slegnar inn er viðskiptavinur leiddur inn á síðu kortafyrirtækisins þar sem slá þarf inn staðfestingarkóða, sem berst í sms.

Gjafakort

Hvernig nota ég Unlabel gjafakortið mitt?

Áður en farið er í greiðsluferli birtist valmöguleiki efst í körfunni, Nýta afsláttarkóða. Kóðin, neðst í hægra horni gjafakortisins er sleginn þar inn og virkjast kóðinn þar með um leið.