
Fyrir hvað stöndum við?
Unlabel er lítið fyrirtæki sem selur fallega og notaða heimilismuni.
Hver hlutur hefur sögu og leggjum við megináherslu á það að
gamlir munir öðlist nýtt líf og er hver hlutur handvalinn sérstaklega.
Gengið er úr skugga um að sjáanlegir útlitsgallar séu engir,
eða í algjöru lágmarki.
Hvað er skemmtilegra en að finna fallegan, gamlan blómavasa
sem þig óraði ekki fyrir að myndi koma vel út á þínu heimili,
njóta sín þar?
Við trúum á mikilvægi endurnýtingar
og það að gamlir hlutir geti öðlast framhaldslíf.
Hvaðan kemur nafnið?
Nafnið, unlabel, merkir að eitthvað sé ómerkt,
og þá í raun án uppruna og endis.
Nafnið þarf að endurspegla vörumerkið.
Þar sem um sölu á notuðum, ómerktum,
munum er að ræða skapast ótal möguleikar
við endurnýtingu þeirra.
Vörurnar okkar
Þar sem um sölu á eldri munum er að ræða koma vörur aðeins í takmörkuðu upplagi. Við stefnum á að bæta við nýjum vörum mánaðarlega.